Setning Sæluviku 2025 í dag

Sæluvikan verður formlega sett í dag við listaverkið Faxa eftir Ragnar Kjartansson. Einar E. Einarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar setur sæluvikuna og afhjúpar í kjölfarið listaverkið eftir endurgerð. 

Að setningu lokinni heldur dagskrá áfram inni í Safnahúsi þar sem við tekur afhending Samfélagsverðlauna Skagafjarðar, Vísnakeppni Safnahússins er á sínum stað, formleg opnun sameiginlegrar myndlistarsýningar Sólon myndlistarfélags, Litbrigði samfélags. Einnig verður tónlistarflutningur í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar. Kaffi og terta í boði fyrir gesti. Við vonumst til að sjá sem flest. Gleðilega Sæluviku.