Kántrýsveitin Klaufar í Gránu

Hljómsveitin Klaufar heldur tónleika á Grána fimmtudaginn 1. maí 2025. Hljómsveitin spilar vandað kántrýpopp og hefur gefið út þrjár hljómplötur og sent frá sér fjölda laga undanfarin ár, bæði frumsamin og tökulög, og má þar nefna lög eins "Búkalú","Lífið er ferlega flókið", "Óbyggðir" og nú síðast lagið "Fólk" sem hlotið hefur góðar viðtökur. Á tónleikunum mun hljómsveitin spila þekkt gömul og ný lög, en hana skipa Guðmundur Annas Árnason gítarleikari og söngvari (Soma, Fjöll), Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start, Gildran, Huldumenn), Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin hans Jóns míns, Pláhnetan) og Birgir Nielsen trommuleikari (Vinir vors og blóma, Land og synir, Sælgætisgerðin, Skonrokk. - Hljómsveitin Klaufar var stofnuð árið 2006 og hefur starfað linnulítið síðan.

Dags
fimmtudagur, 1. maí
Klukkan
20:30
Hvar
Grána