Náttúrulegar snyrtivörur; Sólarvörn, tannkrem, líkamsskrúbbur, svitalyktareyðir og líkamsolía.
Einfaldari lífsmáti án skaðlegra efna. Drögum úr plasti, endurnýtum umbúðir og nýtum náttúruleg hráefni. Með því að búa til sínar eigin vörur getur þú treyst því að þær séu hreinar, öruggar og án óæskilegra efna. Einnig er hægt að að sérsníða þær að eigin smekk með því að nota ilmkjarnaolíur sem heilla.
Á námskeiðinu verður farið í að búa til einfaldar náttúrulegar snyrtivörur sem flestir nota. Við búum til náttúrulega sólarvörn með Sinkoxíði sem verndar húðina gegn bæði UVA og UVB geislum án hormónatruflandi efna. Þátttakendur gera líka svitalyktareyðir, líkamsolíu, líkamsskrúbb og tannkrem og taka með sér heim
Gott að koma með ílát undir framleiðsluna t.d litlar krukkur.
Leiðbeinendur: Sigyn Huld Oddsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir
Þátttökugjald 19.000.-
Bókun: Sánusæla á Facebook (senda skilaboð)