Sánagús á Sauðárkróki

Í Sundlauginni Sauðarkróki er rúmgóð sána þar sem Þórhildur M. Jónsdóttir, gúsmeistari ætlar að gusa fyrir þá sem vilja njóta hita, angan og kælingu í bland.

Sánagús er byggt upp á þrem lotum þar sem hita er stjórnað 12-15 mín og svo kælt vel á milli undir berum himni eða í köldu baði.

Þessi gusa verður á rólegum nótum þar sem við munum slaka og njóta saman. Hægt að slaka á í slökunarherbergi eftir.

Gott að hafa með sér handklæði til að sitja á og jafnvel ullarhúfu eða sánahatt

Þátttökugjald 3.000.-

Bókun: Sánusæla á Facebook (senda skilaboð)

Dags
föstudagur, 2. maí
Klukkan
19:00-20:00
Hvar
Sundlaugin á Sauðárkróki