Skógarbað, Kakóathöfn og hugleiðsla - Skynrænt ferðalag í náttúrunni

Skógarferðin hefst á rólegri og meðvitaðri göngu um skóginn þar sem þú munt virkja skynfærin og leyfa náttúrunni að umfaðma þig.

Eftir skógargönguna yljum við okkur á lífrænum kakóbolla. Kakó er þekkt fyrir að opna hjartað og styðja við innri ró, skýrleika og dýpri sjálfsþekkingu.

Við endum skógarferðina með hugleiðslu sem hjálpar þér að samþætta upplifanir dagsins. Þú færð tækifæri til að slaka á, íhuga og njóta kyrrðarinnar í náttúrunni og finna dýpri tengingu við umhverfið.

Gott að hafa í huga að vera vel klæddur og hafa eitthvað sem hægt er að sitja á og taka líka með fallegan bolla til að drekka kakóið úr.

Leiðbeinendur: Sigyn Huld Oddsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir

Þátttökugjald 2.000.-

Bókun: Sánusæla á Facebook (senda skilaboð)

Dags
fimmtudagur, 1. maí
Klukkan
12:30-14:00
Hvar
Sundlaugin í Varmahlíð