Smáréttaveisla í Héðinsminni

Áskaffi góðgæti er í Héðinsminni Skagafirði og býður upp á árstíðarbundna matarupplifun, í sumarbyrjun, á Jónsmessu, fyrsta vetrardag og á vetrarsólstöðum.
Þessi árstíðarbundna matarupplifun felst í gómsætum smáréttum sem Brynjólfur Birkir Þrastarson matreiðslumaður og A. Herdís Sigurðardóttir eigandi Áskaffis góðgætis reiða fram.
Gestir fá kynningu á öllu sem þeim er boðið, hvaðan hráefnið í réttina kemur, hvernig matreitt og hver frumframleiðandinn er.
Í alla rétti er fyrst og fremst notað hráefni frá Smáframleiðendum matvæla í Skagafirði. Þeir bjóða fjölbreytt úrval af margskonar dýrategundum og grænmeti sem framleitt er í nærumhverfinu.
Fordrykkur í boði hússins.
Verð 13.900 kr.
Betra að tryggja sér borð á þennan viðburð í síma 6996102 eða senda tölvupóst á kompan@simnet.is
Verið hjartanlega velkomin í Héðinsminni.
Dags
laugardagur, 27. apríl
Klukkan
18:00-21:00
Hvar
Héðinsminni