Tónleikarnir Heima í stofu

Viðburðaríkt ehf. á Sauðárkróki stendur fyrir nýung í tónleikahaldi á Sauðárkróki á Sæluviku. Um er að ræða svokallaða heimatónleika, tónleika sem fara fram í heimahúsum eða á öðrum óhefðbundnum tónleikastöðum. Fyrirkomulagið er þannig að 6 flytjendur halda 12 stutta tónleika á 6 stöðum á einu kvöldi. Gestum býðst að kaupa einn aðgöngumiða sem gildir á alla þessa tónleika sem munu hefjast á mismunandi tímum til að gefa gestum kost á að sjá sem flesta. Fyrstu tónleikar hefjast kl. 20 og spilað verður á mismunandi tímum í mismunandi húsum alveg til kl. 23, þá hefst lokapartý á Kaffi Krók þar sem allt listafólkið kemur fram.

Flytjendur kvöldsins eru Jónas Sigurðsson með Adda og Guðna, Magni, Fúsi Ben og Vordís, Geirmundur Valtýsson, Malen og síðast en ekki síst, Sigvaldi Helgason.

Facebook viðburður Heima í stofu

Dags
þriðjudagur, 30. apríl
Klukkan
20:00
Hvar
Sauðárkrókur