Tröllabrúðusmiðja í Safnahúsi

Greta Clogh frá Handbendi býður upp á Tröllabrúðusmiðju. Búðu til þína eigin tröllabrúðu úr samblandi af endurnýtanlegu efni sem fellur til á heimilum og náttúrulegra efna sem finnast í íslenskri náttúru.  Með því að  nýta sér aðferðafræði sagnamennsku og sjónlista tekst vinnusmiðjunni að kynna leikbrúðuhönnun á skemmtilegan og skapandi hátt fyrir fólki á öllum aldri, burtséð frá reynslu. 

Börn yngri en 8 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.
Nauðsynlegt er að skrá sig á bokasafn@skagafjordur.is

Aðgangur ókeypis.

Dags
sunnudagur, 27. apríl
Klukkan
15:30
Hvar
Safnahús Skagfirðinga