Tveggja daga námskeið um grunnstöður og iðkun í jóga
Námskeiðið er haldið föstudaginn 2.maí kl.16.00 - 18.00 og laugardaginn 3.maí kl. 10.30 - 12.30
Námskeið fyrir þá sem langar að stunda jóga á eigin vegum hvar og hvenær sem er. Námskeiðið er fyrir þá sem vilja styrkja grunninn sinn vera öruggari með jógastöðurnar.
Farið verður í gegnum nokkrar algengustu jógastöður og hvernig við beitum líkamanum. Farið yfir einfaldari útfærslur af stöðunum og hvernig hægt er að nota hjálpartæki t.d kubba, bönd og púða til að auðvelda stöðuna. Tökum létta öndunaræfingu og förum einnig í það hvernig við tengjum saman öndun og hreyfingu.
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja stuðla að auknum liðleika og hraustum líkama.
Gott að taka með sér jógadýnu, teppi, púða og eitthvað til að skrifa í.
Leiðbeinendur: Sigyn Huld Oddsdóttir jógakennari, Þórhildur M. Jónsdóttir jógakennari og Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir jógakennari.
Þátttökugjald 13.000.-
Bókun: Sánusæla á Facebook (senda skilaboð)