Langar þig að upplifa djúpa slökun, hugarró og dýpri tengingu við sjálfan þig?
Yoga Nidra er þá eitthvað fyrir þig en það er einnig þekkt sem „vakandi svefn“ Tilgangurinn er að halda sér vakandi á meðan djúpslökun á sér stað. Þú getur þú dýpkað tenginguna við undirmeðvitundina þína, heyrt innri visku, innsæi og fundið þína eigin innri leiðsögn.
Yoga Nidra er leidd djúpslökun án nokkurrar líkamlegrar hreyfingar. Þú hlustar á róandi rödd sem leiðir þig inn í hugleiðslu áhrif, þar sem líkami og hugur fær að slaka á og endurnærast.
Mikilvægt er að koma í þægilegum fötum og hafa með sér jógadýnu, 2 teppi og 4 púða.
Leiðbeinandi: Sigyn Huld Oddsdóttir, jógakennari
Þátttökugjald 2.000.-
Bókun: Sánusæla á Facebook (senda skilaboð)